Græn skref í ríkisrekstri

Í stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur (2013- 2016) er lögð áhersla á það að ríkisstofnanir vinni að því að minnka umhverfisáhrif daglegs reksturs og að stofnanir verði aðstoðaðar á þeirri vegferð. Starfsmenn ríkisins eru um 20.000 og dreifast á yfir 200 starfsstöðvar um allt land. Þess vegna er mikill ávinningur fólginn í því að opinberar stofnanir vinni sem mest að því minnka umhverfisáhrif sín. Opinber innkaup geta auk þess haft veruleg áhrif á atvinnuþróun og nýsköpun í átt að umhverfisvænni rekstri.

Græn skref í ríkisrekstri

Græn skref í ríkisrekstri er hvatakerfi fyrir allar framsæknar og ábyrgar stofnanir ríkisins. Verkefnið er byggt á vel heppnuðum Grænum skrefum Reykjavíkurborgar en þau eru einföld og aðgengileg leið fyrir opinbera aðila að vinna markvisst að umhverfismálum. Við innleiðingu Grænna skrefa er gátlistum fylgt og viðurkenningar eru síðan veittar fyrir hvert Grænt skref sem tekið er. Verkefni þetta var þróað til að innleiða og framfylgja stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur 2013- 2016. Stefnan gengur út á að allar stofnanir ríkisins þekki til og vinni að því að lágmarka umhverfisáhrif sín og um leið stuðla að bættri samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem bjóða umhverfisvænni valkosti. 

Á vef Grænna skrefa má finna allar upplýsingar um verkefnið s.s. þátttakendur, gátlista, skráningarform o.fl.

Grænt bókhald

Grænt bókhald er efnisbókhald þar sem teknar eru saman tölulegar upplýsingar um ýmis konar innkaup og rekstur sem hefur umhverfisáhrif. Meginmarkmið með grænu bókhaldi er að fá yfirsýn yfir magntölur í rekstri og greina tækifæri til að draga úr umhverfisáhrifum. Á vef vistvænna innkaupa má sjá niðurstöður úr Grænu bókhaldi þeirra stofnanna sem sent hafa það inni, leiðbeiningar um gerð þess og ýmis konar fróðleik. 

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira